Greinar
Besti staðurinn til að tefla á netinu

Besti staðurinn til að tefla á netinu

CHESScom
| 32 | Fyrir Byrjendur

Ert þú að leita að stað til að tefla skák? Kannski hefur þú spurt sjálfan þig: Hver er besti staðurinn til að tefla á netinu?

Chess.com er besti staðurinn til að tefla á netinu. Lifandi vefþjónarnir okkar eru með allt sem þú gætir viljað:

1. Flesta leikmenn

Chess.com er alltaf með langflesta leikmennina á netinu. Hvort sem þú ert byrjandi, reyndur félagsmaður, eða stórmeistari, þá munt þú finna andstæðinga við hæfi, fljótt og örugglega.

null

2. Besta viðmótið

Chess.com er með nútímalegt, straumlínulagað og fallegt viðmót fyrir skák. Það hefur allt sem þú þarft og ekkert sem þú þarft ekki. Tefldu við vin eða sendu út áskorun. Spjallaðu við vini og keppinauta. Fylgstu með þeim bestu. Farðu yfir skákirnar þína. Möguleikarnir eru endalausir!

Viltu klæðskerasníða þína reynslu? Chess.com býður upp á ótakmörkuð þemu og helling af stillingum fyrir þitt viðmót.

null

3. Margar tímastillingar og afbrigði

Chess.com leyfir þér að tefla eins og þú vilt með því að bjóða tímastillingar frá 10 sekúndum á leik upp í marga daga! Það er alltaf tími til að tefla á Chess.com.

Chess.com styður líka vinsælar útgáfur eins og slembiskák, bughouse, þrískák, og King of the Hill.

null

4. Mót

Viltu leggja meira undir? Prófaðu mót! Ókeypis mótin okkar leyfa þér að reyna þig gegn hópi skákmanna, þar sem barist er um toppinn. Með mótum af mismunandi toga og með mismunandi tímamörkum sem byrja á nokkra mínútna fresti, þá er alltaf pláss fyrir keppni.

null

5. Einbeitingarviðmót

Viltu ekki verða fyrir neinni truflun meðan þú teflir? Notaðu þá einbeitingarviðmótið vinsæla til að einbeita þér að því sem skiptir máli: þér, andstæðingnum, borðinu og klukkunni. Ýttu á Z til að fara í einbeitingarviðmót í skákinni þinni.

null

6. Bestu sanngirnisreglurnar

Það er ekkert verra en tilfinningin um að anstæðingurinn sé ekki alveg mennskur. Chess.com er með lið af sérfræðingum til að tryggja að leikmenn þyggi ekki hjálp að utan.

Sanngirniskerfið okkar refsar mönnum sem yfirgefa skákir, tefja, eða taka þátt í öðrum leiðindum. Við erum staðráðin í því að allir leikmenn njóti skemmtunar og sanngirni.

Ef þú ert tilbúinn til að byrja að tefla, skráðu þig þá á Chess.com!

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?