Fjögurra leikja mát
Hver er algengasti skákleikurinn?
Fjögurra leikja mát (einnig þekkt sem fræðimannamát) er lang algengasti endir á skák. Nánast allir skákmenn hafa lent í eða notað þetta mát á einhverjum tímapunkti.
En þetta er ekkert sem þarf að óttast! Ef þú veist hvernig á að verjast, þá endar hvítur út úr stöðu.
Fjögurra leikja máti er hægt að ná með nokkrum mismunandi leiðum, en grunnmunstrið er það að hvítur byrjar með 1.e2-e4, kemur biskup í árásarstöðu á c4 til að ráðast á peð á f7, og kemur drottningu til h5 (eða f3). Ef svartur verst ekki, þá mátar hvítur með 4.Dxf7#
Hvernig getur svartur varist fjögurra leikja mátinu? Til þess eru þrjár leiðir: ...De7, ...Df6, og ...g6 eru allt raunhæfar leiðir til að verjast ógninni frá hvítum.
Þegar svartur hefur varist mátinu, er hvíta drottningin mögulega komin í hættu. Svartur ætti að reyna að koma öðrum mönnum í leik um leið og hann ógnar hvítu drottningunni.
Nú þegar þú veist hvernig á að verjast þessari gildru, af hverju þá ekki að stofna aðgang á Chess.com og reyna sjálfur?