Greinar
Fljótasta mögulega mát í skák

Fljótasta mögulega mát í skák

CHESScom
| 118 | Fyrir Byrjendur

Hefurðu einhverntímann hugsað: "Hvað er fljótasta mátið í skák?" Það er tveggja leikja mát.

Tveggja leikja mátið (einnig þekkt undir því dónalega nafni bjánamát) er í raun hálf kjánalegt og krefst þess að þú eða mótherjinn leikið nokkrum mjög slæmum leikjum. Hvítur þarf fyrst að leika f-peðinu áfram um einn eða tvo reiti. Svartur þarf þá að leika e-peðinu áfram til að opna fyrir drottninguna. Hvítur þarf þá að leika g-peðinu tvo reiti áfram, til að leyfa svörtu drottningunni að komast á h4: mát!

Two-Move Checkmate

Hvernig getur hvítur komist hjá tveggja leikja mátinu? Með því að sleppa því að leika f-peðinu! Þetta er gott ráð fyrir nýja leikmenn. Að leika f-peðinu opnar hættulegar línur að kóngnum, og slíkt ætti að láta ógert meðan náð er tökum á leiknum. Ef þú leikur ekki f-peðinu, þá getur ekki einu sinni stórmeistari mátað þig í tveimur leikjum. 

Nú þegar þú veist af þessu máti, af hverju ekki að stofna aðgang að Chess.com og byrja að tefla? Það getur ekkert farið úrskeiðis!

Meira frá CHESScom
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?