Greinar
Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin
Það verður mjög auðvelt að læra að tefla með leiðarsvísinum okkar.

Hvernig á að tefla skák | Reglur + 7 fyrstu skrefin

CHESScom
| 682 | Fyrir Byrjendur

Það er aldrei of seint að læra að tefla skák - vinsælasta leik heimsins! Að læra reglurnar er auðvelt:


Skref 1. Hvernig borðinu skal stillt upp

Í byrjun skákar er skákborðinu stillt þannig upp að hver leikmaður hefur hvítan reit lengst til hægri í fyrstu röð. Taflmönnunum er svo raðað eins upp í hvert skipti.

Skákborð

Allir reitir í annarri röð hafa að geyma peð. Hrókarnir fara í hornin, riddararnir eru hliðina á þeim, hliðina á riddurunum koma svo biskupar og loks drottningin sem er ávallt stillt upp á þeim lit sem samsvarar henni (hvíta drottningin á hvítum reit, svarta drottningin á svörtum reit), og loks kóngurinn á síðasta reit.

Stilla upp skákmönnum

Uppstilling taflmannanna í byrjun verður mjög auðveld.

 Tæki sem mælt er með -> Æfðu sýn þína á borðið


Skref 2. Hvernig leikmennirnir hreyfa sig

Hver hinna 6 leikmanna hreyfir sig á sinn hátt. Leikmenn geta ekki farið í gegnum aðra leikmenn (þó svo að riddarinn geti hoppað yfir aðra leikmenn), og geta aldrei farið á reit með eigin manni. En þeir geta geti stað andstæðings þegar hann er drepinn. Leikmenn eru venjulega færðir þangað sem þeir drepa aðra leikmenn (með því að lenda á reitnum þeirra), verja eigin leikmenn, eða stjórna meikilvægum reitum á borðinu.

Hvernig Kóngur skal hreyfður í skák

Kóngurinn er mikilvægasti taflmaðurinn, en hann er jafnframt einn sá veikasti. Kóngurinn getur hreyft sig um einn reit í allar áttir - upp, niður, til hliðar og eftir skálínu. Þegar sótt er að kónginum, er það kallað "skák".

Hreyfingar konungs

Hvernig Drottning skal hreyfð í skák

Drottningin er voldugasti taflmaðurinn. Hún getur farið eftir sérhverri beinni línu - aftur á bak, áfram, til hliðar, eða eftir skálínum - eins langt og hún kemst svo lengi sem hún fer ekki í gegnum eigin liðsmenn. Eins og með alla aðra taflmenn þá gildir það um drottninguna að ef hún drepur mann andstæðingsins þá á hann leik. Taktu eftir því hvernig hvíta drottningin drepur svörtu drottninguna og um leið neyðist svartur til að færa kóng sinn.

Hreyfingar drottningar

Hvernig Hrókur skal hreyfður í skák

Hrókurinn getur farið eins langt og hann kemst, en þó aðeins áfram, aftur á bak, og til hliðar. Hrókarnir eru sérstaklega voldugir taflmenn þegar þeir valda hvor annan og vinna saman!

Hreyfingar hróks

Hvernig Biskup skal hreyfður í skák

Biskupinn getur farið eins langt og hann kemst, en aðeins eftir skálínum. Hver biskup byrjar annaðhvort á hvítum eða svörtum reit og verður alltaf að halda sig við þann lit. Biskupar vinna vel saman vegna þess að þeir bæta upp fyrir veikleika hver annars.

Hreyfingar biskups

Hvernig Riddari skal hreyfður í skák

Riddarar hreyfa sig með allt öðrum hætti en hinir taflmennirnir - hann fer tvo reiti fram, og svo einn reit til hliðar, líkt og bókstafurinn "L". Riddarar eru líka einu taflmennirnir sem geta farið yfir aðra menn.

Hreyfingar riddara

Hvernig Peð skal hreyfður í skák

Peð eru óvenjuleg að því leytinu til að þau hreyfa sig og drepa á ólíkan hátt: þau hreyfa sig áfram, en drepa eftir skálínu. Peð geta aðeins fært sig fram um einn reit í einu, nema úr byrjunarstöðu þar sem þau geta farið fram um tvo reiti. Peð geta aðeins drepið taflmenn sem eru einum reit í skálínu fyrir framan þau. Þau geta aldrei farið né drepið aftur á bak. Ef annar taflmaður stendur fyrir framan peðið þá getur það ekki drepið eða komist fram hjá þeim manni.

Hreyfingar peða

 Tæki sem mælt er með -> Kapalskák (dreptu alla mennina)


Skref 3. Uppgötvaðu sérreglur skákarinnar

Það eru nokkrar reglur í skák sem sýnast ekki rökréttar við fyrstu sýn. Þær voru settar til að gera skákina skemmtilegri og áhugaverðari.

Hvernig peð skal hækkað í tign

Peð eru gædd öðrum sérstökum eiginleika, þegar þau komast yfir á hinn enda borðsins geta þau umbreyst í hvaða taflmann sem er (kallast að hækka í tign). Peði er hægt að breyta í hvaða mann sem er.

Hækka peð í tign

Algengur misskilningur er sá að peði sé einungis hægt að umbreyta í mann sem hefur fallið. Það er EKKI rétt. Algengast er að peði sé breytt í drottningu. Aðeins peð geta hækkað í tign.

Hvernig peð skal hækkað í tign

Hvernig framhjáhlaup skal framkvæmt

Síðasta reglan varðandi peð kallast framhjáhlaup. Ef peð er fært fram um tvo reiti úr byrjunarstöðu, og hafnar um leið við hliðina á peði andstæðings (ef peðið sem fært er væri einum reit aftar þá gæti andstæðingurinn drepið það með venjulegum hætti), þá hefur andstæðingurinn þann valkost að geta drepið það með sínu peði.

Framhjáhlaup

Þessi sérstaki leikur þarf að vera leikinn strax og andstæðingurinn hefur fært peð sitt fram um tvo reiti, því annars er ekki lengur mögulegt að drepa með framhjáhlaupi. Smelltu á sýnidæmin hér að neðan til að dýpka skilning þinn á þessari undarlegu, en jafnframt mikilvægu reglu í skák.

framhjáhlaup

Hvernig skal hrókerað

Ein önnur sérstök regla kallast hrókun. Þessi leikur leyfir þér að framkvæma tvo mikilvæga hluti í einum leik: að koma kónginum í skjól (vonandi), og að koma hróknum þínum úr horninu og inn í taflið. Þegar leikmaður á leik getur hann fært kónginn sinn tvo reiti í aðra hvora áttina og um leið fært hrókinn úr því horni til hliðar við kónginn á þann reit sem er nær miðborðinu (sjá sýnidæmi hér að neðan). En til þess að mega hróka þurfa eftirfarandi skilyrði að vera uppfyllt:

  • það verður að vera fyrsti leikur kóngsins
  • það verður að vera fyrsti leikur hróksins
  • þá má ekki vera taflmaður á milli kóngs og hróks til að leika
  • ekki má vera skák á kónginn né getur hann farið yfir valdaðan reit

Taktu eftir því að þegar þú hrókerar í aðra áttina er kóngurinn nær þeim enda borðsins. Það kallast stutthrókering. Hrókering í hina áttina, yfir þann reit sem drottningin byrjar á, kallast langhrókering. Óháð því í hvora áttina er hrókerað, þá færist kóngurinn alltaf um tvo reiti.

Hvernig skal hrókerað


Skref 4. Fáðu á hreint hver á fyrsta leikinn

Hvítur leikur alltaf fyrst. Þar af leiðandi ákveða spilarar gjarnan hver er hvítur með uppkasti eða með því að láta annan spilara giska á lit peðs sem hinn er með í lófanum. Hvítur á síðan leik, og svo svartur, þar á eftir hvítur og svona gengur þetta koll af koili þangað til skákin er á enda. Að leika á undan, gefur örlítið forskot sem gefur hvítum tækifæri á að búast strax til árásar.


Skref 5. Endurskoðaðu reglurnar um hvernig á vinna skák

Það eru tvær leiðir til að enda skák: með máti, eða jafntefli.

Hvernig skal mátað

Eins og komið hefur fram hér áður, þá er tilgangurinn með skák sá að máta kóng andstæðingsins. Það gerist þegar kóngurinn stendur í skák og hefur engan reit til að fara á. Kóngurinn kemst aðeins úr skák með þrennum hætti: hann getur fært sig yfir á annan reit (hann getur þó ekki hrókað!), kóngurinn er varinn með öðrum taflmanni, eða taflmaðurinn sem skákar kónginn er felldur. Ef kóngurinn kemst ekki undan skák þá er skákinni lokið með máti. Venjan er sú að kóngurinn er ekki drepinn eða fjarlægður af taflborðinu, skákinni er einfaldlega lokið.

Heimaskítsmát

Dæmi um bjánamát

Hvernig skal gert jafntefli

Stundum lýkur skákum án sigurvegara en þá er niðurstaðan jafntefli. Það eru fimm ástæður fyrir því að skákir geti endað með jafntefli:

  • Pattstaða kemur upp þegar sá sem á leik á engan löglegan leik, kóngurinn hans stendur þá EKKI í skák

Patt

Con la jugada Dc7, las blancas crean el rey ahogado y la partida termina en tablas.

  • Skákmenn geta einfaldlega samið um jafntefli og hætt að tefla
  • Það eru ekki nógu margir taflmenn á borðinu svo unnt sé að máta (dæmi: kóngur og biskup gegn kóngi)
  • Keppandi lýsir yfir jafntefli ef sama staða kemur upp þrisvar sinnum (en ekki endilega þrisvar sinnum í röð)
  • Búið er að tefla fimmtíu leiki þar sem hvorugur skákmaður hefur hreyft peð eða drepið mann

Skref 6. Lærðu grunn leikfræði

Það eru fjögur einföld atriði sem allir skákmenn ættu að vita:

Verndaðu kónginn

Komdu kónginum þínum út í hornið á taflborðinu þar sem hann er yfirleitt öruggur. Ekki fresta hrókun. Þú ættir yfirleitt að hróka eins fljótt og kostur er. Mundu, það breytir engu þó þú sért við það að máta andstæðing þinn ef kóngurinn þinn verður mátaður fyrst!

Ekki láta menn af hendi

Ekki tapa mönnum kæruleysislega! Hver taflmaður er verðmætur og þú getur ekki unnið skák án þeirra til að máta. Það er til einfalt kerfi sem flestir skákmenn nota til að meta gildi hvers taflmanns. Hversu mikils virði eru taflmennirnir?

  • Peð jafngildir 1
  • Riddari er virði 3
  • Biskup er virði 3
  • Hrókur er virði 5
  • Drootning er virði 9
  • Kóngurinn er óendanlega verðmætur

Þegar uppi er staðið þá hefur þetta stigakerfi enga þýðingu - þetta er einfaldlega kerfi sem þú getur stuðst við þegar þú ert að tefla, það getur hjálpað þér að vita hvenær þú eigir að drepa, skipta upp mönnum, eða leika öðrum leikjum.

virði leikmanna

Stjórnaðu miðjunni á skákborðinu

Þú ættir að reyna að hafa vald á miðju taflborðsins með þínum mönnum. Ef þú stjórnar miðjunni, þá munt þú hafa meira rými fyrir mennina þína og andstæðingurinn mun eiga erfiðara með að finna góða reiti fyrir sína menn. Í sýnidæminu hér að ofan leikur hvítur góðum leikjum til að hafa stjórn á miðjunni, á meðan svartur leikur illa.

Notaðu allan mannskapinn

Í sýnidæminu hér að ofan kom hvítur öllum sínum mönnum inn í taflið! Taflmennirnir þínir gera ekkert gagn þegar þeir standa óhreyfðir á sínum byrjunarreit. Reyndu að koma öllum mönnunum þínum inn í taflið svo þú hafir yfir meiri mannskap að ráða þegar þú sækir að kóng andstæðingsins. Það að nota aðeins einn eða tvo menn í sókninni mun seint skila árangri gegn sæmilegum skákmanni.


Skref 7. Æfðu þig með því að tefla helling

Það mikilvægasta í átt til bætingar er að tefla sem mest! Það skiptir ekki máli hvort þú teflir við vini eða fjölskyldu, eða á netinu, þú þarft að tefla til að bæta þig. Í dag er auðvelt að finna skák á netinu!

Hvernig afbrigði skulu tefld

Þó að flestir vilji tefla eftir hefðbundnum reglum, eru sumir sem vilja nota aðrar reglur. Þetta kallast skákafbrigði. Hvert afbrigði hefur sínar eigin reglur.

  • Slembiskák: Í slembiskák (Fischer Random) ræðst upphafsstaða taflmanna af slembivali. Peðin halda sinni stöðu en annað er tilviljanakennt.
  • Konungur hæðarinnar: Í þessari útgáfi er markmiðið að koma kónginum á miðjuna á borðinu.
  • Bughouse: Í þessari útgáfu er parakeppni. Þegar einn leikmaður drepur mann andstæðingsins fær hann þann mann. Dæmi: Ef ég tefli sem hvítur og liðsfélagi minn, sem er svartur, drepur hvítan biskup, þá fæ ég þennan biskup.
  • Crazyhouse: Þetta er mjög spennandi útgáfa, vegna þess að þú mátt nota mennina sem þú drepur hjá mótherjanum. Þannig að ef ég er hvítur og drep peð, þá get ég notað það peð í skákinni. Það get ég einnig gert eftir því sem líður á skákina.
  • Þrískák: Í þessari útgáfu, þá er það sem nær fyrst að skáka þrisvar sinnum sem vinnur.
afbrigði

Njóttur skákar með þessum mögnuðu tilbrigðum.

 Grein sem mælt er með -> 5 skemmtileg skákafbrigði


Hvernig slembiskák skal tefld

Slembiskák fylgir öllum reglum venjulegrar skákar, ef frá er talin upphafsstaða öftustu manna, sem er raðað upp af handahófi á einn af 690 mögulegum vegum. Hrókering fer fram með sama hætti og í venjulegri skák, þar sem hrókur og kóngur lenda á hefðbundnum reitum (g1 og f1, eða c1 og d1). Slembiskák er tefld eins og venjuleg skák, en með fleiri byrjunarafbrigðum.

slembiskák

 Tæki sem mælt er með -> Tefldu slembiskák gegn tölvu

 Tæki sem mælt er með -> Tefldu slembiskák gegn vinum


Hvernig teflt skal með keppnisreglum

Margar keppnir fylgja algengum og svipuðum reglum. Þessar reglur gilda ekki endilega þegar teflt er heima fyrir eða á netinu, en þú gætir samt viljað nota þær.

  • Snerta-Leika - Ef að leikmaður snertir einn af sínum taflmönnum þá verður hann að leika þeim manni, svo framarlega sem hann á löglegan leik. Ef að leikmaður snertir mann andstæðingsins, þá verður hann að fella þann mann. Ef að ætlunin er aðeins sú að laga stöðu taflmanns á reit sínum, þá verður leikmaðurinn fyrst að tilkynna það með því að segja "laga".
  • Klukkur og tímamælar - Flest mót nota skákklukkur til að stýra því hve mikill tími fer í hverja skák, en ekki í hvern einstakan leik. Hver leikmaður fær sama tíma til afnota og er það undir honum komið hvernig sá tími er nýttur. Eftir hvern leik er ýtt á takka svo að klukka andstæðingsins byrjar að telja niður. Ef að leikmaður fellur á tíma, og andstæðingurinn veitir því athygli, þá tapar sá skákinni (nema ef að andstæðingurinn eigi ekki nógu marga taflmenn til að geta mátað, þá lýkur skákinni með jafntefli).

Mikilvægar spurningar

Kannski virðast þessar upplýsingar svolítið yfirþyrmandi. Þess vegna bjóðum við upp á þessar spurningar sem vakna hjá fólki sem er að byrja að kynna sér heim skákarinnar. Við vonum að þær reynist þér gagnlegar!

Algengar spurningar

Hvernig bæti ég mig?

Það að kunna leikreglurnar og að hafa einfaldar áætlanir er aðeins byrjunin - það er svo mikið sem hægt er að læra í skák að þú kæmist aldrei yfir það á heilli mannsævi! Til að bæta þig sem skákmann þarftu að gera þrjá hluti:

  • Tefldur mikið - Haltu bara áfram að tefla! Tefldu eins mikið og þú getur. Þú ættir að draga lærdóm af hverri skák - bæði þeim sem þú vinnur og þeim sem þú tapar.
  • Lærðu með kennsluefni - Ef þú vilt bæta þig hratt, þá ættirðu að nota kennsluefni á netinu. Þú getur fundið kennsluefni hér.
  • Hafðu gaman - Ekki láta hugfallast þó að þú vinnir ekki allar þínar skákir. Allir tapa - jafnvel heimsmeistarar. Svo lengi sem þú heldur áfram að hafa gaman og lærir af skákum þínum þá ættirðu að geta notið þess að tefla um aldur og ævi!

Hver er besti fyrsti leikur í skák?

Þó það sé engin samstaða um hver sé besti leikur í skák, þá er mikilvægt að reyna að stjórna miðjunni strax. Þess vegna leika flestir miðjupeðunum (fyrir framan drottningu eða kóng) fyrst áfram um tvo reiti annað hvort 1. d4 eða 1. e4. Einhverjir vilja frekar leika 1. c4 eða 1Rf3. Flestir leikir eru síðri. Bobby Fischer trúði því að 1. e4 væri sá besti.


Hvor liturinn byrjar í skák?

Hvítur byrjar alltaf.


Getur peð farið aftur á bak?

Peð geta ekki farið aaftur á bak. En, þegar það kemst yfir borðið, þá verður þú að hækka það í tign (í drottningu til dæmis). Þá hreyfir það sig eins og sá leikmaður, og getur farið aftur á bak.


Getur maður leikið fleiri en einum manni í einu í skák?

Þú mátt aðeins leika einum manni hverju sinni - með einni undantekningu! Þegar þú hrókerar, þá hreyfir þú bæði kóng og hrók í einum leik.


Hver er mikilvægasti leikmaðurinn í skák?

Kóngurinn er mikilvægasti leikmaðurinn. Ef þú tapar honum, þá taparðu skákinni. En drottningin er áhrifamesti leikmaðurinn.


Hvenær var skákin fundin upp?

Uppruni skáklistarinnar er óljós, þó að flestir telji hana hafa þróast út frá eldri leikjum sem svipa til skákar og voru spilaðir á Indlandi fyrir nærrum því tvö þúsund árum síðan. Skák eins og við þekkjum hana í dag hefur verið leikin síðan á 15. öld þegar hún varð vinsæl í Evrópu.


Hver er lengsta skák sögunnar?

Lengsta keppnisskák (ef leikir eru taldir) var á milli Nicolic og Arsovic árið 1989 í Balgrad í Serbíu.


Hvað eru skáknótur?

Nótur voru fundnar upp svo að við gætum greint skákir eftir að hafa teflt þær. Þeim að þakka, þá eru heilu skákirnar skrásettar. Við þurfum bara að skrá niður leiki okkar og andstæðingsins.

Skáknótur

Skáknótur gera þér mögulegt að geyma allar þínar skákir...

Hver reitur hefur sín hnit og hver maður hefur sinn staf (R fyrir riddara, B fyrir biskup, D fyrir drottningu, H fyrir hrók og K fyrir kóng).

 Grein sem mælt er með -> Skáknótur - tungumál skákarinnar


Hvert er takmarkið með skák?

Skák er leikur sem spilaður er á milli tveggja andstæðinga á sitt hvorum enda borðs sem hefur að geyma 64 reiti sem víxlast á milli tveggja lita. Hver leikmaður hefur 16 taflmenn: 1 kóng, 1 drottningu, 2 hróka, 2 biskupa, 2 riddara og 8 peð.

Mannskapur

Borð, tveir leikmenn og 32 taflmenn er allt sem þarf til að byrja.

Markmiðið með leiknum er að máta kóng andstæðingsins. Mát verður þegar kóngurinn er í þeirri stöðu að hægt er að drepa hann (það er skák) og hann hefur engan öruggan reit til að fara á.

skak online

Ertu tilbúinn til að byrja að tefla? Skráðu þig ókeypis á Chess.com og byrjaðu að njóta!

Meira frá CHESScom
Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Hversu margir skákmenn eru í heiminum?

Besti staðurinn til að tefla á netinu

Besti staðurinn til að tefla á netinu